fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Víkings fá frábærar fréttir – Lykilmaðurinn framlengir samninginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. október 2023 17:09

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Víkings R. hafa fengið frábærar fréttir því miðvörðurinn Oliver Ekroth er búinn að framlengja samning sinn við félagið. Gildir hann nú til 2026.

Hinn 31 árs gamli Oliver hefur verið hjá Víkingum í tvö tímabil og staðið sig afar vel, sérstaklega á nýafstöðu tímabili.

Svíinn var hluti af liði Víkings sem vann tvöfalt á þessari leiktíð.

„Til að byrja með þá eru þetta frábærar fréttir fyrir Víking að Oliver hafi framlengt samning sinn til næstu þriggja ára. Oliver hefur sannað sig ekki bara sem topp leikmaður heldur enn betri manneskja. Oliver er frábær leikmaður og mikill leiðtogi innan sem utan vallar og því mikil gleðitíðindi að Oliver kjósi að halda áfram hjá okkur næstu þrjú árin,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við heimasíðu Víkings.

„Ég trúi því að Oliver sé einn besti leikmaður deildarinnar og hann sýndi það og sannaði með spilamennsku sinni í sumar. Við höfum stór markmið fyrir komandi ár hjá Víkingi og við erum ekki nærri því orðnir saddir. Við viljum viðhalda árangri okkar undanfarin ár á næstu árum og mun Oliver spila stórt hlutverk að hjálpa okkur að viðhalda þeim árangri. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur sem félag að leikmenn haldi tryggð við félagið,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála.

Sjálfur er Oliver himinnlifandi með að vera áfram í Víkinni.

„Þetta hafa verið mín bestu ár hingað til í knattspyrnu og mér líður mjög vel í Víkingi. Frá fyrsta degi hefur mér liðið eins og ég sé partur af stórri fjöldskyldu. Félagið hefur tekið gríðarlega á móti mér og fjöldskyldu minni frá því að við fluttum hingað fyrir einu og hálfu ári.

Við höfum stór markmið fyrir komandi ár hjá Víking og ætlum að halda áfram að vinna titla en á sama tíma gera alvöru atlögu að riðlakeppni í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn