fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Prettyboitjokko leggur til að Íslendingar breyti þessu – „Erum stundum svo miklir sveitamenn og við erum eftir á í þessu“

433
Laugardaginn 7. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum og að þessu sinni var gestur þeirra tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko.

Eins og flestir vita leggur Patrik mikið upp úr tísku. Hann vill að íslenskir knattspyrnumenn fái meira frjálsræði til að vera eins og þeir vilji þegar þeir mæta á leikstað og þess háttar í stað þess að vera skikkaðir að vera í æfingagöllum eins og hann man vel eftir frá sínum ferli.

„Við Íslendingar erum stundum svo miklir sveitamenn og við erum eftir á í þessu,“ sagði Patrik í þættinum.

Patrik segir að leikmenn verði að fá að vera þeir sjálfir og að það þurfi ekki að bitna á fótboltanum.

„Eins og með góðvin minn Adam Pálsson (leikmann Vals), fólk fattar ekki hvað hann gerir fyrir þessa deild. Eins og með myndbandið sem hann birti þar sem hann sýndi frá því að hann hafði valið Val.

Ég vil meina að það hafi kostað Val titilbaráttuna að setja Adam á bekkinn. Adam er stór karakter, ein stærsta stjarna deildarinnar. Þegar þú setur hann á bekkinn fer þetta að snúast um það. Það fer einhver kapall af stað.

Arnar (Grétarsson þjálfari Vals) heldur að Adam pæli ekki nóg í fótbolta af því hann er að byggja sitt brand upp utan vallar. En sem þjálfari verður þú að átta þig á því að það er eitthvað annað í gangi en bara fótbolti. Adam stækkar deildina og stækkar þitt lið. Hann er að hugsa um fótbolta allan tímann og þetta er partur af því.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
Hide picture