fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Óskar telur Blika hafa átt meira skilið í kvöld – „Það þýðir ekkert að hugsa út í það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. október 2023 19:04

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svekktur. Mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Stöð 2 Sport eftir tap gegn Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni í kvöld.

Um hörkuleik var að ræða en Úkraínumenn fóru með 0-1 sigur af hólmi frá Laugardal.

„Spilamennskan á köflum var frábær en kannski upp að síðasta þriðjungi og teignum hjá þeim liðum við fyrir slæmar ákvarðanir. Það sem þeir gera í þessum leik er að skapa sér færi úr skyndisóknum eftir að við pössum ekki nógu vel upp á boltann. Það er lærdómur.“

Breiðablik er enn án stiga eftir tvo leiki í riðlinum en Óskar telur liðið eiga skilið að vera með fleiri.

„Akkúrat á þessum degi upplifðum við okkur sterkari og því er svekkjandi að fá ekkert úr þessum leik. En það þýðir ekkert að hugsa út í það.“

Næsti leikur Blika í Sambandsdeildinni er 26. október gegn Gent á útivelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“