Stjarnan tók á móti Víkingi í lokaleik umferðarinnar í Bestu deild karla í kvöld.
Víkingur er þegar orðinn Íslandsmeistari en Stjarnan gat með sigri í kvöld gulltryggt Evrópusæti.
Það gekk heldur betur eftir því heimamenn áttu frábæran leik. Eggert Aron Guðmundsson kom þeim yfir strax á 5. mínútu áður en Hilmar Árni Halldórsson bætti við marki skömmu síðar.
Staðan í hálfleik var 2-0.
Hinn magnaði Eggert bætti við öðru marki sínu eftir um klukkutíma leik og sigur Stjörnunnar svo gott sem í höfn.
Helgi Guðjónsson klóraði í bakkann fyrir Víking en nær komst liðið ekki.
Stjarnan 3-1 Víkingur
1-0 Eggert Aron Guðmundsson
2-0 Hilmar Árni Halldórsson
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
3-1 Helgi Guðjónsson