Fulham tók á móti Chelsea í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea hefur byrjað tímabilið hreint hörmulega og þurfti á sigri að halda í kvöld.
Það gekk eftir því Mykhailo Mudryk kom gestunum yfir á 18. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Chelsea. Aðeins mínútu síðar var Armando Broja búinn að tvöfalda forskotið.
Fulham spilaði ágætlega í seinni hálfleik en tókst ekki að ógna forystu Chelsea. Lokatölur 0-2.
Bæði lið eru með 8 stig eftir sjö leiki.