Söluferli Manchester United er í gangi og samkvæmt Sky Sports í kvöld er möguleiki á því að Sir Jim Ratcliffe kaupi aðeins um 25 prósent í félaginu.
Sky segir að Ratcliffe sé til í að kaupa lítinn hlut á 1,5 milljarð punda en söluferlið hefur verið í gangi í tæpt ár.
Glazer fjölsuldan hefur rætt við Ratcliffe og Sheik Jassim en enginn niðurstaða hefur fengist.
Líkur eru á að eitthvað gerist á næstu vikum og segir Sky að þetta sé í samtalinu og möguleg niðurstaða. Glazer fjölskyldan myndi áfram ráða nánast öllu.
Stuðningsmenn United vilja helst losna við Glazer fjölskylduna en þetta skref þætti umdeilt, að selja aðeins lítinn hluta af félaginu.