Liverpool hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Curtis Jones miðjumaður félagsins fékk gegn Tottenham um helgina.
Liverpool eru verulega ósátt með dómara leiksins en þeir tóku löglegt mark af Liverpool þegar Luis Diaz skoraði.
Liverpool kallar eftir aðgerðum hjá enska sambandinu og dómurum, vill félagið að málið verði skoðað ofan í kjölinn.
Jones fékk rautt spjald á 26 mínútu þegar hann braut á Yves Bissouma. Fyrst um sinn ákvað Simon Hooper að gefa Jones gult spjald.
VAR sendi Hooper hins vegar í skjáinn og eftir að hafa séð brotið þá ákvað hann að gefa Jones rautt spjald.
Liverpool telur dóminn rangan og hefur því félagið áfrýjað honum í von um að honum verði breytt.