fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Víkingur staðfestir komu Viktors Bjarka frá KR

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur staðfest að Viktor Bjarki Arnarson hafi verið ráðinn til félagsins og sé nýr yfirþjálfari hjá félaginu.

Viktor Bjarki er velkunnugur Víkingum enda spilaði hann upp yngri flokka félagsins áður en að hann var keyptur til Utrecht í Hollandi aðeins 16 ára gamall. Viktor kom til baka til Víkings árið 2004 og spilaði í Landsbankadeildinni með ungu liði félagsins sem innihélt m.a. Kára Árnason og Sölva Ottesen.

Viktor spilaði svo aftur í Víkingstreyjunni sumarið 2006 og var valinn leikmaður ársins í efstu deild. Í kjölfarið var hann seldur í atvinnumennsku til Lilleström í Noregi, í annað sinn frá Víking. Viktor kom svo aftur til félagsins 2015 og lék með liðinu í 3 tímabil í efstu deild.

Viktor spilaði alls 210 leiki í efstu deild karla, 75 af þeim fyrir Víkingsliðið og lék 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Viktor lauk leikmannaferli sínum sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK og gerðist í kjölfarið aðstoðarþjálfari karlaliðs þeirra og afreksþjálfari. Síðastliðin tvö ár hefur Viktor starfað sem yfirþjálfari hjá KR en hann hefur lokið KSÍ þjálfaragráðu A.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa