Cody Gakpo, sóknarmaður Liverpool verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir um helgina í leik gegn Tottenham.
Gakpo skoraði eina mark Liverpool í tapi gegn Tottenham en hann fór síðar meiddur af velli.
Liverpool keypti hollenska sóknarmanninn í janúar og hefur hann verið að finna taktinn betur og betur.
Gakpo verður frá næstu vikurnar vegna meiðslanna segir í fréttum á Englandi í dag.
Liverpool mætir Union Saint-Gilloise í Evrópudeildinni á fimmtudag og fer svo í heimsókn til Brighton um helgina.
Gakpo missir af þessum leikjum en að auki verða Diogo Jota og Curtis Jones í banni um næstu helgi.