fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Sigurjón baunar á KR vegna þess hvernig staðið er að brotthvarfi Rúnars og þjóðþekktir einstaklingar taka undir – „Það er enginn mannsbragur af því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður gagnrýnir KR fyrir hvernig félagið stóð að því að tilkynna að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðsins, fengi ekki nýjan samning. Margir taka undir með honum.

Það varð ljóst fyrir helgi að samningur Rúnars, sem rennur út eftir yfirstandandi tímabil, yrði ekki framlengdur. Rúnar er algjör goðsögn hjá KR og hefur verið þjálfari síðan 2017. Hann þjálfaði liðið einnig 2010-2014.

„Má vera að Rúnari þætti nóg komið, í bili. Að hann og formaðurinn væru sammála. Að þeir hefðu þá sent frá sér sameiginlega ákvörðun. Eftir Íslandsmótið. Klára það fyrst. Enginn þjálfari, alla vega á seinni árum, hefur unnið jafn marga titla og sigra og Rúnar hefur gert. Rúnar hefur verið félagi sínu til mikils sóma. Orðvar, greindur, kurteis auk annarra mannkosta,“ segir Sigurjón meðal annars í færslu á Facebook.

Margir þekktir einstaklingar taka undir með Sigurjóni. Þar á meðal eru Valtýr Björn Valtýsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamenn.

Færsla Sigurjóns
Svona gera menn ekki.

Formaður knattspyrnudeildar KR segist hafa hringt í Rúnar Kristinsson og sagt honum að KR vildi ekki hafa Rúnar lengur sem þjálfara. Svona gera menn ekki. Bara alls ekki.
Hafi formaðurinn ekki kjark til að setjast niður með Rúnari og tala við hann. Ekki hringja. Það er enginn mannsbragur af því.

Má vera að Rúnari þætti nóg komið, í bili. Að hann og formaðurinn væru sammála. Að þeir hefðu þá sent frá sér sameiginlega ákvörðun. Eftir Íslandsmótið. Klára það fyrst.
Enginn þjálfari, alla vega á seinni árum, hefur unnið jafn marga titla og sigra og Rúnar hefur gert. Rúnar hefur verið félagi sínu til mikils sóma. Orðvar, greindur, kurteis auk annarra mannkosta.

Vonandi endar þetta vel. KR vegna. Formaður knattspyrnudeildar hefur með framgöngu sinni sett á sig mikla pressu. Það verður hans að gera betur. Ráða betri þjálfara en Rúnar er. Okkur þyrstir í að heyra hlið Rúnars á þessu erfiða máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Í gær

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Í gær

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla