Það virðist vera ómögulegt að kaupa framherjann Lautaro Martinez sem spilar með Inter Milan á Ítalíu.
Um er að ræðas 26 ára gamlan sóknarmann sem hefur byrjað tímabilið vel og er með tíu mörk í fyrstu átta leikjunum.
Martinez skoraði fernu í gær er Inter vann Salernitana og eru stórlið sem og fjárhagslega rík lið að fylgjast með gangi mála.
Það voru þónokkur félög sem sýndu Martinez áhuga í sumar samkvæmt umboðsmanni hans en líkurnar á brottför voru engar.
,,Lautaro vill ekki heyra af öðru liði en Inter, Sádi Arabía er freistandi og við fengum margar fyrirspurnir og ekki bara þaðan,“ sagði Alejandro Camano, umboðsmaður Martinez.
,,Þegar ég segi honum frá þessum möguleikum svarar hann: ‘Áfram Inter, Inter.’ Lautaro hafði ekki áhuga á neinu ef það snerist ekki um Inter.“