Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gestur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Gunnhildur kom heim í Stjörnunar fyrir tímabil eftir tíu ár í atvinnumennsku þar sem hún lék í Bandaríkjunum, Noregi og Ástralíu. Hún var spurð út í hvar henni leið best í atvinnumennskunni.
„Ég myndi segja Utah. Það var geggjaður þjálfari, þetta var nýtt lið í deildinni og svolítið spútniklið. Þarna hafði ég verið í fimm ár í atvinnumennsku en þetta var næsta stig á atvinnumennsku. Það var allt gert fyrir mann og maður fékk bara nýja sín á hvernig kvennaknattspyrna á að vera,“ sagði hún þá.
„Ég hafði verið í Noregi en mætti þarna og hugsaði bara: Vó, ég vissi ekki að þetta væri í boði fyrir konur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.