Maður að nafni Victor Cantillo er í töluverðu veseni eftir myndband sem birtist á samskiptamiðla fyrr í mánuðinum.
Brasilískur plötusnúður að nafni Monaliny Soares birti myndband af sér þar sem hún var stödd á heimili Cantillo.
Um er að ræða giftan mann sem á tvö börn ásamt eiginkonu sinni Geraldine Pineda – hún var ekki heima er myndbandið var tekið upp.
Soares sýndi myndir af fjölskyldu Cantillo í þessu myndbandi sem vakti gríðarlega athygli fyrir nokkrum dögum.
Cantillo hefur nú neyðst til þess að svara fyrir sig og birti færslu á Instagram sem þykir ekki vera mjög trúverðug.
,,Það er gamalt myndband í dreifingu á netinu, ég og mín fjölskylda eigum rétt á okkar einkalífi,“ sagði Cantillo.
,,Þetta er myndband sem er með eitt markmið sem er að eyðileggja mitt fjölskyldulíf. Ég bið um virðingu þegar kemur að mínu einkalífi.“
Cantillo er leikmaður Corinthias í Brasilíu en að sögn Pineda svaf hún í svefnherbergi hjónanna ásamt vinkonu sinni og stjörnunni sjálfri.
#Deportes | Víctor Cantillo está envuelto en un escándalo, por una supuesta infidelidad a su esposa con una DJ brasileña
Nota completa en https://t.co/BqbLV4uExR#VíctorCantillo #MonalinySoares #Viral #Infidelidad #Escándalo #Corinthians pic.twitter.com/5XoHH6J525
— Solo Noticias 24 🗞️🎙️🎥 (@SOLONOTICIA24) September 23, 2023