Barcelona 1 – 0 Sevilla
1-0 Sergio Ramos(’76, sjálfsmark)
Barcelona vann stórleikinn í La Liga í kvöld en liðið spilaði við Sevilla á heimavelli í nokkuð jafnri viðureign.
Sergio Ramos gerði eina mark leiksins en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir gestina.
Barcelona er komið í toppsætið með þessum sigri en bæði Real Madrid og Girona eiga leik til góða og geta komist á toppinn.
Þessi tvö lið mætast einmitt á morgun er spútníklið Girona fær Real í heimsókn.