fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Rúnar Kristins fær ekki nýjan samning hjá KR og lætur af störfum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. september 2023 17:38

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson er að hætta sem þjálfari KR í Bestu deild karla en frá þessu er greint í kvöld.

KR gaf út tilkynningu á Facebook síðu sína og staðfestir að Rúnar sé að stíga til hliðar eftir sex ára sem aðalþjálfari.

Samningur Rúnars rennur út í lok tímabils og hefur KR ákveðið að framlengja þann samning ekki.

Tekið er þó fram að Rúnar muni stýra KR í tveimur síðustu leikjum liðsins á þessu tímabili.

Tilkynning:
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks KR mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks KR að loknu tímabili. Samningur Rúnars rennur út um mánaðarmót og var það ákvörðun knattspyrnudeildar að framlengja ekki samninginn við hann. Rúnar mun stýra KR liðinu í þeim tveimur leikjum sem eftir eru af tímabilinu.

Rúnar tók við meistaraflokki haustið 2017 en hann hafði áður stýrt liðinu árin 2010-2014. Á þessum tíma hefur Rúnar unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Rúnar hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið, innan vallar sem utan, og vandfundnir eru vandaðri menn.

Knattspyrnudeild KR vill fyrir hönd allra KR-inga þakka Rúnari kærlega fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar í leik og starfi.

f.h. stjórnar Knattspyrnudeildar KR

Páll Kristjánsson, formaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans