Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gestur Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Gunnhildur kom heim í Stjörnunar fyrir tímabil eftir tíu ár í atvinnumennsku þar sem hún lék í Bandaríkjunum, Noregi og Ástralíu.
„Mig langaði að einbeita mér að fleiri hlutum en fótbolta eftir tíu ár í atvinnumennsku. Það tekur alveg á, maður fær enga festu í lífið,“ sagði Gunnhildur í þættinum.
Stjarnan vann Lengjubikarinn og varð Meistari meistaranna í vor en tímabilið fór ekki of vel af stað í Bestu deildinni. Síðan hefur liðið heldur betur unnið á.
„Þetta hefur verið bara geggjað, að byrja á að vinna tvo titla með Stjörnunni.
Auðvitað var byrjun tímabilsins vonbrigði en hvernig hópurinn hefur stigið upp, að við eigum séns á öðru sæti, segir allt um þetta lið og karakterinn í stelpunum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.