Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Málið tengist vangoldnum greiðslum sem Morten telur sig eiga inni frá tíma sínum hjá FH 2019-2021. FH var á því að samningur leikmannsins hafi verið verktakasamningur en ekki launþegasamningur. Þar sem um launþegasamning var að ræða telja Morten og Vilhjálmur að FH skuldi lífeyrissjóðsgreiðslur, skatta og fleira.
FH var upphaflega dæmt í félagaskiptabann vegna málsins af KSÍ en áfrýjunardómstóll sambandsins aflétti svo banninu, eitthvað sem Vilhjálmur sagði í viðtali við Dr. Football í byrjun ágúst að stæðist ekki lög.
„FH skuldaði og skuldar Morten enn allan skatt vegna Mortens, félagið skuldar allar lífeyrissjóðsgreiðslur vegna Mortens fyrir utan 1/6. FH skuldar Morten enn greiðslu vegna feðraorlofs Mortens sem eru í kringum 2,5 milljónir, plús dráttarvexti og orlof miðað við það að samningurinn er launþegasamningur, plús félagsgjald og svona mætti lengi áfram telja,“ sagði Vilhjálmur meðal annars í viðtalinu í sumar.