Albert Guðmundsson átti flottan leik fyrir Genoa í kvöld sem rúllaði yfir Roma í Serie A.
Genoa kom mörgum á óvart og fór illa með Roma en Albert skoraði fyrsta mark leiksins.
Sóknarmaðurinn kláraði færi sitt vel en Genoa átti eftir að bæta við þremur mörkum í 4-1 heimasigri.
Mark Alberts er það fljótasta sem Genoa hefur skorað í efstu deild í heil sex ár.
Markið var skorað eftir aðeins 4 mínútur og 20 sekúndur og er það fljótasta síðan dAndrea Bertolacci skoraði gegn Atalanta árið 2017 eftir 3 mínútur og 48 sekúndur.
4:20 – Albert Gudmundsson’s goal after 4 minutes and 20 seconds is the fastest goal netted by Genoa in Serie A since Andrea Bertolacci vs Atalanta (03:48) on 12 December 2017. Impact.#GenoaRoma #SerieA pic.twitter.com/FBQU8N0aob
— OptaPaolo (@OptaPaolo) September 28, 2023