fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Er á radarnum hjá bæði Liverpool og Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 15:00

Federico Chiesa fagnar Evrópumeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í ítalska landsliðinu 2021. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Manchester United hafa bæði augastað á Federico Chiesa, leikmanni Juventus, ef marka má ítalska miðla.

Chiesa hefur heillað mikið með Juventus á þessari leiktíð en kantmaðurinn er kominn með fjögur mörk í sex leikjum það sem af er leiktíð á Ítalíu.

United leitar að kantmanni þessa dagana en það er mikil vandræðastaða. Óljóst er hvenær Antony spilar aftur þar sem hann sætir lögreglurannsókn fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og þá á Jadon Sancho í stríði við stjórann Erik ten Hag.

Liverpool skoðar þá framtíðararftaka Mohamed Salah sem er áfram orðaður við Sádi-Arabíu.

Al Ittiad reyndi að fá hann í sumar en það tókst ekki. Félagið mun þó líklega reyna við Egyptann á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur