Jurgen Klopp stjóri Liverpool er eins og gefur að skilja afar hrifinn af sinni nýjustu stjörnu, Dominik Szoboszlai.
Szoboszlai hefur farið á kostum í búningi Liverpool frá því hann kom frá RB Leipzig í sumar. Í gær skoraði hann stórkostlegt mark í 3-1 sigri á Leicester.
„Síðan á fyrstu mínútu á æfingu hefur hann heillað. Hann er algjör toppleikmaður og toppnáungi,“ sagði Klopp um sinn mann.
Þjóðverjinn hélt áfram að hlaða Szoboszlai lofi.
„Hann er með mikið sjálfstraust, leggur hart að sér eins og allir sjá. Hann pressar stanslaust og reynir að vinna boltann til baka.“