Julian Nagelsmann, nýr landsliðsþjálfari Þýskaland, gæti komið verulega á óvart í næsta landsliðsvalinu.
Nagelsmann horfir í kringum sig í leit að framherja en þeir eru ekki margir hreinræktaðir í þeirri stöðu í Þýskalandi.
Samkvæmt Bild gæti maður að nafni Robert Glatzel fengið kallið en hann er leikmaður Hamburg í B-deildinni.
Um er að ræða 29 ára gamlan sóknarmann sem hefur spilað rúmlega tíu leiki á ferlinum í efstu deild.
Hvort Glatzel verði valinn þarf að koma í ljós en aðrir menn á blaði eru leikmenn eins og Maximilian Beier hjá Hoffenheim og David Selke hjá Köln.
Það væri afar áhugavert ef Glatzel verður valinn en hann hefur gert 51 mark í 84 leikjum fyrir Hamburg.