Ivan Perisic er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir lið Tottenham og er á förum í janúar.
Um er að ræða 34 ára gamlan leikmann en hann er á leið í aðgerð eftir krossbandaslit og verður lengi frá.
Perisic mun ekki spila meira á þessu tímabili en er á leið til heimalandsins í janúar og gerir þar samning við Hajduk Split.
Króatinn var ekki með fast sæti í byrjunarliði Tottenham í byrjun tímabils en hann kom til félagsins 2022.
Samtals hefur hann spilað 46 leiki fyrir enska liðið en Sportske í Króatíu fullyrðir nú að endurkoma til heimalandsins sé í kortunum.
Hajduk Split þarf ekki að borga fyrir Perisic sem kemur á frjálsri sölu.