fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Goðsögn Arsenal efast mikið um ákvörðun Arteta

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. september 2023 16:00

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Seaman, fyrrum markvör og Arsenal goðsögn, er efins um þá ákvörðun Mikel Arteta að fá David Raya til liðsins og spila honum á kostnað Aaron Ramsdale.

Raya kom nokkuð óvænt til Arsenal frá Brentford í sumar og hefur spilað undanfarna leiki, en Ramsdale hefur eignað sér stöðu aðalmarkvarðar undanfarin ár.

„Ég veit ekki hvort mér hefði líkað við þetta þegar ég var að spila. Ég er viss um að Schmeichel hefði ekki gert það heldur. Þetta var samt öðruvísi fyrir 20 árum. Leikurinn hefur breyst og Mikel er að prófa eitthvað nýtt. Mun það virka? Ég veit það ekki ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er enn hissa yfir því að Aaron sé kominn á bekkinn,“ segir Seaman.

„Þetta var skrýtið sumar. Aaron var frábær á síðustu leiktíð. Hann var valinn markmaður í liði tímabilsins af leikmönnum, hann var það góður. Þetta hlýtur að vera smá áfall fyrir hann. En hann verður að takast á við það og Mikel verður að sjá til þess að hann sé glaður. Þeir komu sér í þessa stöðu því þeir fengu annan mjög góðan markvörð inn í liðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa