fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Fyrirsætan undrandi og lét í sér heyra: Varð fyrir áreiti vegna fatavalsins – ,,Bjóst ekki við að geirvörturnar mínar yrðu umræðuefnið“

433
Miðvikudaginn 27. september 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Clara Galle hefur réttilega látið í sér heyra eftir áreiti sem hún þurfti að þola á samskiptamiðlum.

Galle er mikil stuðningskona Osasuna á Spáni og fékk frábærar móttökur er hún mætti á leik liðsins við Sevilla á dögunum.

Galle gat ekki verið ánægðari með framkomu og vinnubrögð félagsins en var alls ekki sátt með ummælin sem hún fékk á samskiptamiðla sína.

Þar voru brjóst Galle aðal umræðuefnið en margir bentu á að hún væri að stilla sér upp í myndatökur án brjóstarhaldara.

Það er að sjálfsögðu hennar val og vissi Galle alveg hvað hún var að gera og er undrandi á að fólk geti ekki fundið skemmtilegra umræðuefni.

,,Ég hef mætt á El Sadar síðan ég var lítil, dagurinn í gær var frábær og þeir gátu ekki komið betur fram við mig,“ sagði Galle.

,,Ég vil þakka félaginu enn eina ferðina, takk fyrir mig. Ég þarf hins vegar að svara þessum ummælum sem ég hef lesið á samskiptamiðlum.“

,,Þegar ég klæddi mig fyrir ferðina á völlinn þá bjóst ég ekki við því að geirvörturnar mínar yrðu umræðuefnið. Ég hef aldrei séð eins hegðun í garð leikmanns sem rífur sig úr treyjunni á vellinum.“

,,Ég er ekki að gera neitt rangt með því að klæðast ekki brjóstarhaldara. Það pirrar mig að brjóstin mín séu umræðuefnið á meðan það er svo mikið annað til að ræða.“



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“