fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir að hann sé ekki nógu góður til að spila í liði sem vill vinna titilinn

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. september 2023 21:28

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Paolo Di Canio er ákveðinn í því að Weston McKennie sé ekki nógu góður leikmaður til að spila fyrir Juventus.

McKennie er bandarískur landsliðsmaður en hann var lánaður til Leeds síðasta vetur er liðið féll úr efstu deild á Englandi.

Það kom mörgum á óvart er McKennie fékk tækifæri hjá Juventus á þessari leiktíð en hann hefur komið við sögu í þónokkrum leikjum.

Það er eitthvað sem Di Canio skilur ekki en hann er á því máli að McKennie sé langt frá því að vera nógu góður til að byrja fyrir lið sem berst um titilinn á Ítalíu.

,,McKennie var lánaður til Leeds og hjálpaði liðinu að falla í næst efstu deild, er hann leikmaður sem hjálpar liðinu að vinna titilinn?“ sagði Di Canio.

,,Ég vil ekki eyðileggja leikmanninn og segja að hann sé ekki með gæðin en þú ert með Federico Gatti,Fabio Miretti og McKennie á miðjunni hjá Juventus.“

,,Hversu mörg lið myndu þessir leikmenn spila fyrir? Ekki bara lið sem vilja berjast um titilinn, eru þetta leikmenn sem byrja í leikjum í titilbaráttunni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun