Stórstjarnan Neymar hefur harðneitað þeim sögusögnum að hann vilji láta reka Jorge Jesus, stjóra Al Hilal í Sádi Arabíu.
Umræða hefur verið í gangi undanfarna daga og er greint frá því að Neymar sé ósáttur með stjóra sinn, Jesus, sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Benfica í Portúgal.
,,Kjaftæði, þið þurfið að hætta að trúa þessu rugli, þetta er síða með milljónir fylgjenda en birtir ekki sannleikann,“ skrifaði Neymar reiður á Instagram.
,,Með fullri virðingu ég bið ykkur um að hætta, þetta er mikil vanvirðing í minn garð.“
Neymar kom til Al Hilal frá Paris Saint-Germain í sumar og hefur hingað til spilað þrjá leiki og lagt upp tvö mörk.
Hann kveðst ekki vera óánægður með Jesus og þvertekur fyrir þær sögusagnir að hann hafi beðið eigendur félagsins um að breyta til.