Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur útskýrt ákvörðunina að fá Jonny Evans aftur til félagsins í sumar.
Búist var við að Evans myndi aðeins leika með varaliði Man Utd í vetur en hann er nú orðinn hluti af aðalliðinu – eitthvað sem kom mörgum á óvart.
Um er að ræða 35 ára gamlan varnarmann sem stóð sig mjög vel um helgina er Man Utd vann 1-0 sigur á Burnley og lagði upp sigurmarkið.
Evans átti flottan leik fyrir enska stórliðið en margir voru hissa er hann fékk að byrja þessa viðureign en Ten Hag er hrifinn af hans byrjun hjá félaginu.
,,Í sumar átti hann að æfa með varaliðinu en ég ræddi við Darren Fletcher um að fá hann í aðalliðið, að hann gæti hjálpað okkur,“ sagði Ten Hag.
,,Við ákváðum að semja við hann því hann getur svo sannarlega hjálpað liðinu og þið hafið sjálf séð hversu mikilvægur hann er.“