fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Skotin dundu á meðal netverja og stór orð voru látin falla – „Þess má geta að bjórdósin er með fleiri heilasellur en gerandinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. september 2023 21:00

Liðin áttust við á Kópavogsvelli í fyrrakvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rígurinn á milli karlaliðs Breiðabliks og Víkings R. hefur stigmagnast í sumar. Þó hann sé mikill á milli leikmanna er hann eiginlega enn harðari á meðal stuðningsmanna liðanna. Það sýndi sig vel í gærkvöldi.

Blikar tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í gær og vann heimaliðið 3-1 sigur. Það var eitthvað um átök inni á vellinum en þó ekkert í líkingu við það þegar allt fór í háaloft eftir síðasta leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar.

Sem fyrr segir taka stuðningsmenn liðanna ekki síður þátt í þessum ríg og fór mikið stríð fram á lykaborðinu yfir og í kringum leikinn í gærkvöldi.

Nikola Dejan Djuric, knattspyrnumaður og bróðir Danijel Dejan Djuric, leikmanns Víkings, var virkur á Twitter yfir leiknum og skaut hann fast á Blika. „Brósi á fleiri titla en Damir og Óskar Hrafn til samans, ræðið,“ skrifaði hann meðal annars.

Kristján Óli Sigurðsson, hlaðvarpsstjarna og Bliki, fékk sig fullsaddan af hegðun Nikola, bæði á vellinum og á lyklaborðinu.

„Djuric bróðirinn í stúkunni varð sér til skammar og kastaði bjórdós í átt að vellinum. Þess má geta í framhjáhlaupi að bjórdósin er með fleiri heilasellur en gerandinn,“ skrifaði Kristján beittur.

Nikola birti stuttu seinna skjáskot sem sýndi að Kristján var búinn að blokka hann á Twitter.

Fleiri tóku þátt í átökunum á Twitter í gær og brot af því má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Með rosalegt tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu

Með rosalegt tilboð frá Sádí Arabíu á borðinu