Rígurinn á milli karlaliðs Breiðabliks og Víkings R. hefur stigmagnast í sumar. Þó hann sé mikill á milli leikmanna er hann eiginlega enn harðari á meðal stuðningsmanna liðanna. Það sýndi sig vel í gærkvöldi.
Blikar tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í gær og vann heimaliðið 3-1 sigur. Það var eitthvað um átök inni á vellinum en þó ekkert í líkingu við það þegar allt fór í háaloft eftir síðasta leik liðanna á Kópavogsvelli í sumar.
Sem fyrr segir taka stuðningsmenn liðanna ekki síður þátt í þessum ríg og fór mikið stríð fram á lykaborðinu yfir og í kringum leikinn í gærkvöldi.
Nikola Dejan Djuric, knattspyrnumaður og bróðir Danijel Dejan Djuric, leikmanns Víkings, var virkur á Twitter yfir leiknum og skaut hann fast á Blika. „Brósi á fleiri titla en Damir og Óskar Hrafn til samans, ræðið,“ skrifaði hann meðal annars.
Kristján Óli Sigurðsson, hlaðvarpsstjarna og Bliki, fékk sig fullsaddan af hegðun Nikola, bæði á vellinum og á lyklaborðinu.
„Djuric bróðirinn í stúkunni varð sér til skammar og kastaði bjórdós í átt að vellinum. Þess má geta í framhjáhlaupi að bjórdósin er með fleiri heilasellur en gerandinn,“ skrifaði Kristján beittur.
Nikola birti stuttu seinna skjáskot sem sýndi að Kristján var búinn að blokka hann á Twitter.
Fleiri tóku þátt í átökunum á Twitter í gær og brot af því má sjá hér að neðan.
Brósi á fleiri tittla en Damir og Óskar Hrafn til saman, ræðið
— Nikola Djuric (@NikolaDjuric23) September 25, 2023
6-1 vinur, leggðu þig uppi sveit
— Nikola Djuric (@NikolaDjuric23) September 25, 2023
Ég á mitt eigið hús “uppi í sveit”. Þú býrð hjá mömmu og pabba kútur. https://t.co/iO00zOqBiA
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 25, 2023
Gengur vel pic.twitter.com/PPvPvflaiR
— Nikola Djuric (@NikolaDjuric23) September 25, 2023