Barcelona og Liverpool geta gleymt því að fá varnarmanninn Patrick Dorgu svo lengi sem Chelsea sýnir honum áhuga.
Dorgu er á mála hjá Lecce á Ítalíu en hann á sér aðeins einn draum og það er að spila fyrir Chelsea.
Chelsea hefur hingað til ekki verið orðað við leikmanninn en stórlið Barcelona og Liverpool eru að sýna honum áhuga.
Dorgu vill þó aðeins enda hjá einu félagi sem er Chelsea en um er að ræða 18 ára gamlan leikmann sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Dorgu gekk í raðir Lecce frá Danmörku árið 2022 og hefur síðan þá vakið verulega athygli.
,,Draumurinn er að spila fyrir Chelsea. Ég hef verið stuðningsmaður liðsins í yfir tíu ár, það væri draumur að rætast,“ sagði Dorgu.