Mauricio Pochettino hefur útskýrt ákvörðun sem hefur komið mörgum á óvart um helgina sem og þá síðustu.
Conor Gallagher var þá með fyrirliðabandið hjá Chelsea en hann barði það gegn Bournemouth og gegn Aston Villa í dag í 1-0 tapi.
Margir bjuggust við að heimsmeistarinn, Fernandez, myndi fá bandið í þessum leik en hann er einfaldlega ekki orðinn nógu góður í ensku.
Thiago Silva fékk þá heldur ekki kallið frá Pochettino sem ákvað að setja bandið á hinn 23 ára gamla Gallagher á miðjunni.
,,Thiago er reynslumikill leikmaður sem þarf ekki á bandinu að halda, það er mikilvægt að byggja eitthvað fyrir framtíðina,“ sagði Pochettino.
,,Hann er hérna og að vera leiðtogi þýðir ekki að þú þurfir að bera bandið. Enzo er ennþá í vandræðum með tungumálið.“