fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Athafnaparið Grímur og Svanhildur giftu sig á Mallorca

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 15:00

Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í Frakklandi í fyrra. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestarnir Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir giftu sig í gær. Athöfnin fór fram á spænsku eyjunni Mallorca.

Morgunblaðið greinir frá því að athöfnin hafi farð fram á herragarðinum La Fortaleza, sem sé einn ævintýralegasti hluti eyjarinnar.

Grímur, sem er einn af eigendum fataverslunarinnar Bestseller á Íslandi, og Svanhildur Nanna hafa verið par síðan árið 2020. En í júní í fyrra tóku þau af skarið og trúlofuðu sig í Frakklandi. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri hjónaböndum.

Prinsessukjóll og ljós jakki

Í brúðkaupinu var Svanhildur Nanna klædd stórum og ljósum prinsessukjól. Kjól sem er marglaga og mikill um sig en toppurinn minnir á korsilett frá miðöldum. Grímur var klæddur ljósum jakka og í svörtum buxum við.

Á meðal gesta voru Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, -iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Magnús Scheving stofnandi Latabæjar og Hrefna Björk Sverrisdóttir veitingahúseigandi.

Í sumar var greint frá því að Grímur og Svanhildur Nanna hefðu fest kaup á rúmlega 500 fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið keyptu þau til helminga í gegnum eignarhaldsfélög sín, Þingholt og Sumarveg en þau eiga að fá húsið afhent í næsta mánuði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli