Sofyan Amrabat er mættur til Manchester United en hann kom til félagsins frá Fiorentina í sumar.
Amrabat gerði lánssamning við Man Utd út tímabilið en búist er við að félagið kaupi hann næsta sumar.
Skemmtilegt myndband af Amrabat birtist í gæt fyrir leik Man Utd gegn Burnley í ensku deildinni.
Þar má sjá ungan strák gefa Amrabat legghlífar og bjóst miðjumaðurinn við að hann ætti að árita hlífarnar.
Strákurinn var með aðrar hugmyndir og vildi gefa Amrabat legghlífarnar, eitthvað sem kom stjörnunni á óvart.
,,Ég mun klæðast þeim,“ sagði Amrabat á meðal annars og þakkaði drengnum fyrir eins og má sjá hér fyrir neðan.
Sofyan Amrabat making a fan day while on his way to Carrington.
He also speaks English fluently. #MUFC ❤️🇲🇦 pic.twitter.com/QfW83E6eoG
— UtdTruthful (@Utdtruthful) September 23, 2023