fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Íbúar steinhissa eftir þessa ákvörðun: Tilbúnir að eyða 16 milljörðum en fólkið þarf að þjást – ,,Ástandið er skelfilegt“

433
Sunnudaginn 24. september 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona hefur reynt að ná athygli knattspyrnufélagsins Aston Villa og ræddi við enska miðla um vandamál utan vallar.

Um er að ræða hina 18 ára gömlu Aysha Kamal en hún og fjölmargir aðrir eru ósáttir með vinnubrögð enska stórliðsins.

Villa er nú að undirbúa það að stækka eigin heimavöll, Villa Park, og er talið að það verkefni muni kosta 100 milljónir punda.

Við hlið leikvangsins eru íbúðir í Birmingham og eru göturnar þar ávallt illa farnar eftir heimaleiki Villa.

,,Eftir hvern einasta leik þurfum við að taka upp glerbrot og matumbúðir, það er allt skilið eftir,“ sagði Aysha.

,,Það er lítill garður hliðina á húsinu okkar og þar má sjá dósir út um allt og ástandið er skelfilegt eftir heimalekina.“

,,Við fáum engan frið, rotturnar hafa gaman að þessu en það er allt saman. Ég skil ekki hvernig félagið getur eytt milljónum í leikmenn en ekki þrifið eftir sig ruslið.“

,,Fólki er alveg sama, þau öskra og garga og eru upptekin við það. Við þurfum að passa upp á það að koma okkur snemma í matvörubúð á leikdegi.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur