Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur varað framherjann Nicolas Jackson við en hann hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils.
Jackson hefur skorað eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum fyrir Chelsea og þá fengið fjögur gul spjöld fyrir að rífast við dómara leiksins.
Pochettino segir að það sé ekkert eðlilegt við það og að Jackson þurfi meiri aga á vellinum.
,,Ég ræddi við hann í dag, ég fundaði með honum og Enzo Fernandez,“ sagði Pochettino við blaðamenn.
,,Að sóknarmaður sé að fá fjögur gul spjöld fyrir að rífast við dóramana er ekki eðlilegt, það væri í lagi fyrir annað en ekki fyrir það.“
,,Hann er ungur og þarf að bæta sig, hann verður frábær leikmaður en þarf tíma. Hann þarf að vera rólegri fyrir framan markið og það kemur.“