Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur en hann fór af velli gegn Manchester United í kvöld.
Leikið er á Turf Moor en staðan þegar þetta er skrifað er 1-0 fyrir gestunum frá Manchester.
Íslenski landsliðsmaðurinn entist í aðeins 20 mínútur en hann var í byrjunarliði heimamanna.
Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en vonandi fyrir okkar mann þá verður hann ekki lengi frá.
Eina mark leiksins hingað til var skorað undir lok fyrri hálfleiks og það gerði miðjumaðurinn Bruno Fernandes.