fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Skilur vel að leikmenn elti peningana í Sádi Arabíu: Tók óvænt skref aðeins 27 ára – ,,Þurfum ekki að tala um íþróttahliðina“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. september 2023 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Witsel þekkir það vel að elta peningana í fótboltanum en hann leikur í dag með Atletico Madrid á Spáni.

Er Belginn var aðeins 27 ára gamall tók hann skrefið til Asíu og skrifaði undir í Kína þar sem risaupphæðir voru í boði.

Kína er ekki lengur á milli tannana á fólki heldur Sádi Arabía þar sem fjölmargar stjörnur hafa skrifað undir.

Nokkrir leikmenn hafa sagt að verkefnið í Sádi Arabíu sé spennandi en Witsel segir að það séu aðeins peningarnir sem skipti máli – enda þekkir hann það sjálfur.

Witsel ræddi brottför liðsfélaga síns Yannick Carrasco sem ákvað að yfirgefa Spán fyrir einmitt Sádi.

,,Við förum allir okkar eigin leið, ég er ekki að segja að það sé slæmt að fara til Sádí Arabíu, ég fór til Kína þegar ég var 27 ára. Það var lífsreynsla fyrir mig,“ sagði Witsel.

,,Augljóslega förum við þangað fyrir peningana, við þurfum ekki að tala um íþróttahliðina. Það er sannleikurinn. Carrasco gerði það og ég skil hann vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern