Axel Witsel þekkir það vel að elta peningana í fótboltanum en hann leikur í dag með Atletico Madrid á Spáni.
Er Belginn var aðeins 27 ára gamall tók hann skrefið til Asíu og skrifaði undir í Kína þar sem risaupphæðir voru í boði.
Kína er ekki lengur á milli tannana á fólki heldur Sádi Arabía þar sem fjölmargar stjörnur hafa skrifað undir.
Nokkrir leikmenn hafa sagt að verkefnið í Sádi Arabíu sé spennandi en Witsel segir að það séu aðeins peningarnir sem skipti máli – enda þekkir hann það sjálfur.
Witsel ræddi brottför liðsfélaga síns Yannick Carrasco sem ákvað að yfirgefa Spán fyrir einmitt Sádi.
,,Við förum allir okkar eigin leið, ég er ekki að segja að það sé slæmt að fara til Sádí Arabíu, ég fór til Kína þegar ég var 27 ára. Það var lífsreynsla fyrir mig,“ sagði Witsel.
,,Augljóslega förum við þangað fyrir peningana, við þurfum ekki að tala um íþróttahliðina. Það er sannleikurinn. Carrasco gerði það og ég skil hann vel.“