fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Ræddu umdeild ummæli í vikunni – „Í raun og veru eru allir snillingar smá brjálæðingar“

433
Laugardaginn 23. september 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans en nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gesturinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Mikel Arteta vakti athygli á dögunum þegar hann ræddi markvarðastöðu Arsenal. Hann hefur byrjað með David Raya í markinu í undanförnum leikjum á kostnað Aaron Ramsdale en hann telur eðlilegt að rótera markvörðum.

„Ég er sammála og ósammála honum. Þetta eru stórfurðulegir náungar þessir markmenn,“ segir Arnar léttur.

„Ég skil vel að vera með einn afgerandi númer eitt en góðan varamarkvörð sem veit að hann er númer tvö. Að mínu mati er það betri leið en að rótera því þetta eru sérstök fyrirbæri þessir markmenn.“

Arteta sagði á dögunum að hann sjái eftir því að hafa ekki skipt um markvörð í miðjum leik í einhverjum leikjum.

„Það var bæði snarbilað komment en líka geggjað komment. Ég hugsaði um hvort hann væri snillingur eða brjálæðingur en í raun og veru eru allir snillingar smá brjálæðingar,“ segir Arnar.

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta
Hide picture