David de Gea ku vera að íhuga það að hætta í fótbolta en the Guardian greinir frá þessum fréttum.
De Gea er enn samningslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar á frjálsri sölu.
Búist var við að De Gea myndi finna sér lið um leið en hann var orðaður við lið á borð við Bayern Munchen og Real Madrid.
De Gea hefur hafnað þónokkrum boðum undanfarnar vikur og þar á meðal frá Sádi Arabíu en hann vill leika fyrir topplið í Evrópu.
Ef ekkert tilboð berst á næstunni eru líkur á að Spánverjinn hætti í boltanum þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall.