Arnór Sigurðsson er búinn að opna markareikning sinn fyrir lið Blackburn sem leikur á Englandi.
Blackburn spilar í næst efstu deild Englands en Arnór skoraði í útileik gegn Ipswich í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn sá um að jafna metin í 1-1 áður en heimamenn bættu við tveimur mörkum og er staðan nú 3-1.
Arnór kláraði færi sitt vel innan teigs en hann gekk í raðir Blackburn í sumar og er enn að aðlagast enska boltanum.
Mark hans má sjá hér.
👤 Arnór Sigurðsson (f.1999)
🏴 Blackburn
🆚 Ipswich🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VlHSXKeikq
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 23, 2023