fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Arnar telur sig og Óskar Hrafn hafa gert sömu mistök

433
Laugardaginn 23. september 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans en nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gesturinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Rígurinn á milli Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla hefur verið svakalegur undanfarin tímabil og stigmagnast hann bara.

Blikar unnu yfirburðasigur í deildinni í fyrra en nú er Víkingur að rúlla yfir deildina.

Viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Blika, vakti mikla athygli eftir jafntefli liðanna á Kopavogsvelli fyrr í sumar.

Blikar höfðu komið til baka á ótrúlegan hátt og eftir leik gaf Óskar í skyn að nú myndu hans menn nálgast Víkinga. Það tókst ekki.

„Ég gerði það sama í fyrra eftir bikarleikinn sem við unnum 3-0. Ég sé ótrúlega eftir því að hafa farið að pæla eitthvað í þeim. Ég talaði um að mögulega færu þeir að gefa eftir og svo féllu leikmenn mínir að pikka þetta upp,“ segir Arnar.

„Mér fannst Blikar líka falla í þessa gildru í ár. Að þeir væru að koma á eftir okkur og að við værum að fara að brotna niður. Þá missir þú svolítið fókusinn á þínu liði. Mér fannst það svolíitð gerast hjá þeim alveg eins og hjá okkur í fyrra.

Ég held að þetta hafi verið mistök hjá mér í fyrra og Óskari í ár. Ég skil samt af hverju við báðir gerðum þetta.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
Hide picture