Undrabarnið Kendry Paez hefur samþykkt það að ganga í raðir Chelsea en hann kemur til félagsins frá Independiente del Valle í Ekvador.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann en hann er 16 ára gamall og kostar Chelsea 20 milljónir evra.
Paez var á leiðinni til Dortmund í sumar áður en Chelsea sýndi aftur áhuga og þá breyttist allt samstundis.
Paez er yngsti leikmaður í sögunni til að skora á HM U20 er Ekvador komst í 16 liða úrslit keppninnar.
,,Það var allt klárt og Kendry var að fara til Dortmund,“ sagði faðir leikmannsins við Las Voces Del Futbol.
,,Svo lét Chelsea í sér heyra á ný og við ræddum við þá – stuttu seinna var hann búinn að krota undir. Við ætluðum að fara til Dortmund en allt breyttist á einni nóttu.“