fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Segir að Onana hafi blekkt marga í sumar: Biður hann um að halda kjafti – ,,Hvað ert þú að gera?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. september 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum miðjumaðurinn Jamie O’Hara er alls enginn aðdáandi markmannsins Andre Onana sem gekk í raðir Manchester United í sumar.

Onana hefur ekki byrjað vel hjá sínu nýja félagi og gerði slæm mistök í 4-3 tapi gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni.

Onana vakti fyrst athygli í sumar er hann lét liðsfélaga sinn Harry Maguire heyra það í leik á undirbúningstímabilinu.

O’Hara segir Onana að halda sér saman og einbeita sér að því að sinna sínu starfi í markinu.

,,Onana pirrar mig ekkert smá. Ég man eftir leik á undirbúningstímabilinu þar sem hann baunaði á Harry Maguire. Muniði þegar hann hljóp úr markinu og við héldum allir að hann væri leiðtogi?“ sagði O’Hara.

,,Hann þarf að sauma hendurnar á. Þú ert að gagnrýna eigin liðsfélaga og svo hugsar maður bara: ‘Hvað ert þú að gera?’

,,Þetta pirraði mig ekkert smá. Haltu kjafti, náðu í boltann og sinntu þínu starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa