Aaron Ramsdale verður varamaður hjá Arsenal á þessu tímabili að sögn goðsögn félagsins, Thierry Henry.
David Raya kom til Arsenal frá Brentford í sumar á láni og virðist nú vera orðinn aðalmarkvörður liðsins.
Margir tala um að Mikel Arteta, stjóri liðsins, ætli að skipta á markmönnum í mismunandi leikjum en Henry er ósammála.
Henry telur að Raya verði númer eitt á Emirates á tímabilinu og að Ramsdale sé ekki lengur með öruggt sæti.
,,Þetta snýst ekki um hver hefur rétt fyrir sér eða hver hefur rangt fyrir sér. Mikel Arteta er stjóri liðsins og hann telur að David Raya geti hjálpað liðinu að vinna deildina,“ sagði Henry.
,,Þegar hann seldi Bernd Leno þá sá hann Aaron Ramsdale sem markmann sem gæti hjálpað liðinu að ná topp fjórum.“
,,Ég held ekki að Mikel ætli að skipta leikjunum á milli þeirra.“