fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Segist hafa tekið mikla áhættu með að ganga í raðir Barcelona í sumar

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. september 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Cancelo viðurkennir að hann sé að taka mikla áhættu með því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City.

Um er að ræða 29 ára gamlan bakvörð sem var um tíma talinn einn sá besti í heimi í sinni stöðu.

Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði ekki not fyrir Cancelo í framtíðinni en hann var lánaður til Bayern Munchen í fyrra.

Portúgalinn er ekki sár eftir brottförina og þakkar bæði Pep sem og liðsfélögum sínum fyrir tíma þeirra saman í Manchester.

,,Auðvitað var þetta mikil áhætta en ég hef alltaf tekið áhættur í mínu lífi,“ sagði Cancelo sem var lánaður til Spánar en mun líklega ekki spila aftur fyrir Englandsmeistarana.

,,Ég er búinn að upplifa bestu tíma ferilsins hjá Manchester City, ég var valinn í lið ársins hjá FIFA sem var draumur fyrir mig.“

,,Ég þakka liðinu, starfsfólkinu og Pep fyrir það. Þetta er hópur sem sdtendur saman og það er hægt að sjá það mjög augljóslega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann