fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Þorsteinn eftir sigurinn: ,,Ég væri rekinn ef ég myndi spila blússandi sóknarbolta og tapa öllu“

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. september 2023 20:20

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið byrjar á flottum sigri í Þjóðadeildinni en leikið var gegn Wales nú í kvöld.

Um var að ræða fyrsta leik Íslands frá upphafi í keppninn en hún var nýlega stofnuð kvennamegin.

Aðeins eitt mark var skorað á Laugardalsvelli en það gerði fyrirliðinn okkar Glódís Perla Viggósdóttir.

Glódís skoraði eftir 18 mínútur í fyrri hálfleik og tryggði þrjú sterk stig í fyrsta leik riðilsins.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ræddi leikinn eftir lokaflautið í kvöld og hafði skemmtilega hluti að segja.

,,Auðvitað tekur maður þrjú stig, ég er sáttur með varnarleikinn heilt yfir,“ sagði Þorsteinn við RÚV.

,,Við máttum alveg vera rólegri á boltanum þegar við unnum hann, það vantaði smá yfirvegun en við gerðum vel í seinni hálfleik og komumst í góðar stöður til að koma okkur í færi.“

,,Við tökum því alveg að þó að eitthvað lið liggi á okkur þá þarf okkur ekki að líða illa yfir því. Við vitum að welska liðið er gott en við hefðum viljað meiri ró á boltann.“

,,Við erum í ákveðnu breytingaferli og verðum að sætta okkur við ákveðna hluti og við sættum okkur alveg við sigur og þrjú stig. Fótbolti snýst um tvo hluti, að verjast og að sækja og ef við verjumst vel þá þurfum við bara að skora eitt mark til að vinna.“

,,Ég væri rekinn úr starfi ef ég myndi spila blússandi sóknarleik og tapa öllum leikjum sko, það er ekkert flókið. Við tökum þrjú stig og undirbúum okkur nú fyrir Þýskaland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði