Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn inn á í leik Lyngby gegn Vejle. Hann er að spila sinn fyrsta leik í 852 daga.
Líkt og í upphitun fyrir leik fékk Gylfi svakalega hlýjar móttökur þegar hann kom inn á nú þegar um 20 mínútur voru eftir.
Staðan er 1-1.
Myndband af því þegar Gylfi kom inn á er hér að neðan.