Robert Lewandowski er orðinn þriðji leikmaður sögunnar til að skora 100 mörk eða meira í Evrópukeppnum UEFA.
Lewandowski skoraði í 5-0 sigri á Antwerp og er aðeins sá þriðji frá upphafi til að ná þessu magnaða afreki.
Um er að ræða ansi sérstakan hóp af leikmönnum en hinir tveir eru goðsagnirnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Messi og Ronaldo munu ekki bæta við mörkum í þessum keppnum en þeir leika utan Evrópu í dag.
Um er að ræða einn allra besta sóknarmann sögunnar en Lewandowski lék lengi með Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Barcelona.