fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Helgi segir frá lygilegu símtali þar sem hann trúði ekki hver var hinum megin á línunni – „Um leið og hann sagði þetta sagðist ég ekki nenna að hlusta á þetta og skellti á hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2023 14:00

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Helgi Sigurðsson segir ansi skemmtilega sögu af símtali hans og Ásgeirs Sigurvinssonar um árið í nýjasta þætti Chess After Dark.

Ásgeir, sem er auðvitað goðsögn í íslenskri knattspyrnu, var árið 1993 nýtekinn við Fram og vildi hann fá ungan Helga til liðs við sig.

„Ég kom heim úr Menntaskólanum við Sund og eins og flestir unglingar lagði ég mig,“ segir Helgi og hlær.

„Þá hringdi Ásgeir Sigurvinsson í mig. „Blessaður Helgi minn. Þú hefur kannski heyrt að ég er að taka við Fram.“ Um leið og hann sagði þetta sagðist ég ekki nenna að hlusta á þetta og skellti á hann.“

Helgi trúði einfaldlega ekki að þetta hafi verið Ásgeir hinum megin á línunni.

„Þá var ég svo þreyttur að ég hélt að þetta væru vinirnir að gera eitthvað grín. Þetta var nýkomið í fréttirnar og ég ekkert búinn að heyra af þessu, var bara steinsofandi. Hann hringir síðan svona hálfri mínútu seinna og þá var mér náttúrulega ljóst að þetta væri ekkert grín. Ég bað hann bara afsökunar og sagði honum að ég ætti vini sem ættu það til að grínast í mér.

En hann bað mig um að koma, sem ég gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði