fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Fyrirliðinn skrifar undir nýjan langtímasamning – Fær rosalegan launapakka

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. september 2023 09:30

Ödegaard hefur skrifað undir nýjan samning hjá Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við liðið, eitthvað sem mun eflaust kæta stuðningsmenn liðsins mjög. Norðmaðurinn skrifaði undir samning til næstu fimm ára og er hann því samningsbundinn liðinu til ársins 2028.

Samningurinn þýðir að fyrirliðinn verður launahæsti leikmaður liðsins og mun þéna 300 þúsund pund á viku, andvirði 50 milljón króna.

Í yfirlýsingu frá Arsenal vegna tíðindanna er haft eftir Ödegaard að um auðvelda ákvörðun hafi verið að ræða enda líði honum afar vel í herbúðum klúbbsins. Lýsti fyrirliðinn því yfir að hann hygðist vinna titla með liðinu en Arsenal-menn hafa farið vel af stað á nýju tímabili.

Ödegaard hefur sjálfur spilað glimrandi vel en undrabarnið fyrrverandi hefur hjá Arsenal náð að skipa sér í hóp fremstu leikmanna heims eftir að margir voru farnir að óttast að hann næði ekki þeim hæðum sem við var búist. Þannig var hann í hópi þeirra 30 leikmanna sem tilnefndir hafa verið til Ballon d´Or verðlaunanna eftirsóttu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað