fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Gylfi Þór í hóp í fyrsta sinn: Ræðir valið á Lyngby og segir það hafa komið til greina að spila á Íslandi – „Vil vera nálægt dóttur minni og eiginkonu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er í leikmannahópi Lyngby sem mætir Vejle í dönsku úrvalsdeildinni á morgun. Félagið staðfestir þetta.

Gylfi hefur nú æft af kappi með Lyngby í þrjár vikur en hann er að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn í fyrsta sinn síðan um vorið 2021 þegar hann var hjá Everton.

Í tilefni að fregnunum ræddi Gylfi við heimasíðu Lyngby.

„Fyrstu vikurnar hafa verið mjög góðar. Það hefur gengið vel á æfingum og hér eru góðir leikmenn. Veðrið hefur verið ótrúlegt svo það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann meðal annars þar.

Hann var spurður út í af hverju hann valdi Lyngby.

„Aðallega út af Frey (Alexanderssyni). Ég talaði líka við Alfreð (Finnbogason) um félagið og allt sem þeir sögðu var mjög jákvætt og mér fannst þetta vera rétti staðurinn fyrir mig til að fara á.“

Það kom til greina fyrir Gylfa að rífa fram takkaskóna hér á Íslandi.

„Ég var með nokkuð mörg tilboð frá Íslandi og það kom til greina því ég vil vera nálægt dóttur minni og eiginkonu. Mér leið vel heima á Íslandi.“

Það má sjá viðtalið í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn